Sem

Alþjóðlegi spiladagurinn í Spilavinum

Alþjóðlegi spiladagurinn í Spilavinum
Event on 2015-04-11 11:00:00

 

Spilavinir blása til allsherjar spilaveislu á Alþjóðlega spiladaginn. Spilað verður á öllum borðum á tveimur hæðum verslunar okkar og starfsfólk gengur um, kennir spil og sér um að allir skemmti sér vel.

Fjöldi spila sem við höfum í boði skipta sennilega hundruðum, allt frá klassískri snilld og yfir í það nýjasta nýtt í spilahönnun. Kíktu á okkur og við sýnum þér ábyggilega eitthvað skemmtilegt.

Við erum að skipuleggja ýmislegt fleira sem tengist deginum. Við höfum uppi hugmyndir að halda spilamót eins og við gerum í fyrra. Þá var keppt í Dominion sem var gríðarlega skemmtilegt. Einnig má telja líklegt að það verði svo gaman að við spilum eitthvað fram á kvöld. Við birtum hérna meiri upplýsingar eftir því sem nær dregur.

at Spilavinir
Suðurlandsbraut 48
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply