Sem

Arvo Pärt og Hamrahlíðarkórarnir

Arvo Pärt og Hamrahlíðarkórarnir
Event on 2016-05-03 19:30:00

Eistneska tónskáldið Arvo Pärt hefur heillað heimsbyggðina með einstökum og undirfögrum tónsmíðum. Á tónleikunum heyrast tvö verka hans Cantus in memoriam Benjamin Britten og Te Deum sem tónskáldið segist hafa á varnfærnislegan hátt dregið út úr þögninni og tóminu. Í sinfóníu nr. 3 eftir Górecki flytur Hallveig Rúnarsdóttir dramatískan texta þar sem missir og viðskilnaður eru meginviðfangsefnið. 

Pärt samdi Cantus in memoriam Benjamin Britten eða Söng í minningu Benjamins Britten vegna hljómrænna tenginga sinna við tónskáldið sem hann kynntist ekki fyrr en eftir dauða þess þegar hann flutti til Austurríkis frá Eistlandi. 

Pärt sagði að textinn í Te Deum byggi yfir „óbreytilegum sannleika sem minnti hann á ómælanlega friðsæld sem fjallasýnin veitti og tónsmíð hans hefði á varfærnislegan hátt verið dregin út úr þögninni og tóminu og skapaði stemningu hins takmarkalausa eða óendanlega í tíma og rúmi.“ Í sinfóníu nr. 3 eftir Górecki, Sinfóníu tregafullra söngva flytur Hallveig Rúnarsdóttir, sópransöngkona, dramatískan texta í öllum þáttum verksins. Í fyrsta þætti er það 15. aldar sorgarljóð Maríu móður Jesús, í öðrum þætti skilaboð sem skrifuð voru á Gestapóvegginn í síðari heimsstyrjöldinni og í þriðja þætti þjóðlag frá Sikiley þar sem móðir leitar sonar síns sem lét lífið í sikileysku uppreisninni. Fyrsti og þriðji þáttur túlka tilfinningar foreldris vegna barnsmissis en annar þátturinn sýnir tilfinningar barns sem varð viðskila við foreldri sitt. 

Stjórnandi tónleikanna Tõnu Kaljuste, samlandi Pärts, hefur verkið mikilsvirkur í tónlistarlífi heimalandsins. Hann er virtur kór- og hljómsveitarstjóri og hefur helgað sig verkum landa sinna og er stofnandi Eistneska fílharmóníukórsins og Tallinn kammerhljómsveitarinnar. Árið 1980 hlaut hann stjórnendaverðlaununin í Alþjóðlegu Béla Bartók-kórakeppninni og árið 2014 var hann valinn annar mest framúrskarandi Eistinn á eftir Arvo Pärt. Hann hefur túlkað tónlist Pärts á metsöludiskum og tónleikum víða um heim. 

Hamrahlíðarkórarnir hafa um áratuga skeið verið í fararbroddi íslenskra æskukóra. Kórarnir hafa átt afar farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveitina um langt árabil og komið fram á fjölmörgum tónleikum sveitarinnar. Stjórnandi Hamrahlíðarkóranna, Þorgerður Ingólfsdóttir, hefur vakið athygli og aðdáun bæði innanlands og utan fyrir starf sitt með ungu fólki á tónlistarsviðinu. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín og var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Kaupa miða
Dagsetningar:

03. mars 2016 19:30
Staðsetning
Eldborg

Verð frá: 2.400 kr. – 6.900 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply