Beyglaðir trompetar. Hausttónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur

Beyglaðir trompetar. Hausttónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur
Event on 2015-11-17 19:30:00

Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sína árlegu hausttónleika í Kaldalónssal Hörpu þann 17. nóvember. Á efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt úrval verka eftir íslenska og erlenda höfunda, bæði klassísk lúðrasveitarverk og tónlist í léttari kantinum í lúðrasveitarútsetningum.

Lúðrasveitina skipa bæði áhuga- og atvinnutónlistarmenn. Sveitin er svo heppin að í hópnum er einnig að finna nokkur tónskáld. Hafa tvö þeirra samið verk fyrir lúðrasveitina sem verða frumflutt á tónleikunum. Nýju verkin koma frá þeim Þóri Hermanni Óskarssyni, klarinettuleikara og Daníel Þresti Sigurðssyni trompettleikara. Verk Þóris nefnist Sediment í C-moll og er það fyrsta verk hans fyrir lúðrasveit. Verk Daníels trompettleikara, ber heitið Beyglaðir trompettar II og er þriðja tónsmíð hans fyrir lúðrasveit.

Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1922 við samruna lúðrasveitanna Hörpu og Gígju og er því elsta starfandi hljómsveit landsins. Stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson.

Verið velkomin. Kaupa miða
Dagsetningar:

17. nóvember 2015 19:30
Staðsetning
Kaldalón

Verð frá: 2.000 kr.

Aðgangur ókeypis, fyrir börn 12 ára og yngri.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

This entry was posted in Sem and tagged , , , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply