Sem

Billie Holiday – fyrirlestur & bíó

Billie Holiday – fyrirlestur & bíó
Event on 2015-04-27 00:00:00
Verð: 1.000.-
Salur: Hamrar
Dagsetning: 27.04.2015
Tími: 19:00

Billie Holiday – fyrirlestur og bíó um ævi og störf þessarar áhrifamiklu jazzsöngkonu 

Þar sem söngkonan Billie Holiday hefði orðið 100 ára þann 7. apríl sl. þá ætlar Sigurður Flosason vera með fyrirlestur um ævi hennar og störf og svo bíósýningu í kjölfarið sem er byggð á sögu hennar.

Sýnd verður Hollywood kvikmyndin „Lady sings the blues" frá 1972 en hún fjallar um ævi söngkonunnar Billie Holiday.  Leikstjóri er Sidney Furie.  Söngkonan Diana Ross fer með hlutverk Billie Holiday en í öðrum burðarhlutverkum eru Billy Dee Williams og gamanleikarinn góðkunni Richard Pryor.  Myndin var tilnefnd til 5 Oscars verðlauna, þ.m.t var Diana Ross tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki. 

Er þetta gert í kjölfar tónleika sem Tríó Sigurðar Flosasonar hélt hér síðasta vetrardag í tilefni útkomu nýs geisladisks sem ber titilinn „Lady Day".

Billie Holiday, sem hét í raun og veru Eleanora Fagan, var fædd 7. apríl 1915 og lést aðeins 44 ára gömul 17. júlí 1959. Hún átti erfiða æfi og glímdi lengst af við áfengis- og vímuefnafíkn.  Bille er í hópi áhrifamestu söngkvenna jazzins. Hún er af flestum talin einn af persónulegustu og sterkustu túlkendum jazzsögunnar. Billie flutti bæði klassiska standarda og eins lög sem samin voru sérstaklega fyrir hana.  

Frítt er fyrir þá er komu á tónleikana síðasta vetrardag en annars er miðaverð krónur 1.000.-

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply