Sem

Bó&Bubbi

Bó&Bubbi
Event on 2014-09-13 00:00:00
Verð: 7.900 kr.
Dagsetning: 13.09.2014
Tími: 20:00

Í byrjun apríl s.l héldu Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens sameiginlega tónleika í Eldborgarsal Hörpu og voru viðtökur góðar, uppselt var á tvenna tónleika. Nú er komið að því að fara með hópinn norður á Akureyri og verða tónleikar þeirra félaga í Hofi 13. september.

Þessir tveir vinsælu söngvarar, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvors annars og saman flytja marga eðalsteina úr söngbókinni.

BO og Bubbi hafa báðir fengist við tónlist í áratugi sem höfundar og flytjendur á hljómplötum, tónleikum og á öldum ljósvakans og eiga sinn trygga hlustendahóp. Að sjá þá saman á sviði er eitthvað sem enginn aðdáandi þeirra ætti að láta fram hjá sér fara.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply