Sem

Bryan Ferry

Bryan Ferry
Event on 2016-05-16 20:00:00

Goðsögnin Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, kemur hingað til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu, 16. maí (annar í hvítasunnu) á næsta ári. Hér eru á ferð sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á þriðja tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti tónleikadagskrárinnar skili sér með þeim brag sem hæfir hljómleikum Bryan Ferry.

Tónleikarnir eru hluti af Evróputúr kappans en á tónleikaferðinni leikur hann mörg af sínum þekktustu lögum, bæði frá sínum eigin sóloferli og frá ferli Roxy Music. Þá mun hann einnig leika lög af sinni nýjustu plötu, Avonmore, sem gagnrýnendur í Bretlandi hafa sagt vera „hans besta plata í 30 ár“.

Ekki er langt síðan Ferry spilaði hér á klakanum en hann hélt tvenna uppselda tónleika í Eldborgarsal Hörpu árið 2012, en tónleikarnir voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Tónleikarnir hlutu mikið lof áhorfenda og fengu þeir m.a. fimm stjörnu dóm í Fréttablaðinu. Ferry og hans teymi voru einnig himinlifandi með bæði tónleikana og veru sína hérlendis og hafa ítrekað leitað leiða til að heimsækja aftur Ísland. Það tækifæri gefst nú loks.

www.bryanferry.com Kaupa miða
Dagsetningar:

16. maí 2016 20:00
Staðsetning
Eldborg

Verð frá: 8990 – 16990

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply