Sem

Czterdziesci

Czterdziesci
Event on 2015-05-21 00:00:00
Verð: 3.200 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 21.05.2015
Tími: 20:00

Polish Dance Theatre og Jo Strømgren Kompani kynna í samtarfi við Sjálfstæðu leikhúsin: Czterdzieści

Sýningin fylgist með lífi konu frá því augnabliki sem hún fæðist árið 1973 og allt til afmælis hennar árið 2013. Á þessum fjórum áratugum stendur hún frammi fyrir efasemdum, von, baráttu, vali og ófyrirsjáanlegum atburðum. Öllu þessu mætir hún af hetjudáð með lífsviljann að leiðarljósi. Á þessu ferðalagi um kaótíska Evrópu tekst aðalpersónunni að feta meðalveginn milli eigin metnaðar og þeirra aðstæðna sem hún lendir í hverju sinni. Þessi sýning er þó ekki einungis saga einnar manneskju heldur verður hún um leið samnefnari fyrir ferðalag heillrar þjóðar en einnig dansleikhússins. Pólland gekk í gegnum róttækar breytingar á síðastliðnum 40 árum en hverjar eru væntingar framtíðarinnar? Á 40 ára afmæli pólska dansleikhússins leitast þau við að svara sömu spurningu.

Listaverkið sem þessi sýning er kafar ekki niður í staðreyndir og tölur. Skáldlegt sjónarmið og jafnvel skoðanir utanaðkomandi aðila eiga jafn mikinn þátt í að skapa þá nauðsynlegu fjarlægð sem þarf til að sameiginlegur skilingur náist. Sannleikurinn er hvort eð er aldrei sannur. Þetta snýst allt um það hvaða smáatriði þú leggur áherslu á, skilur eftir eða ýkir.

"Life is like a book, they say. But life is not a book. Life is written on thousands of loose sheets. You can tell a story, yes, and say this story is the truth. But it's a matter of choice, really. Of deciding which papers in which order. Our story is one of these."
Jo Strømgren

 Performance is being created as a part of project titled "Signs of time – to overcome borders. Artistic and educational activities in Poland, Norway and Iceland" within a framework of "Promotion Of Diversity In Culture And Arts Within European Cultural Heritage" programme (EEA 2009-2014 Financial Mechanism).

 Supported by a grant from Iceland, Liechtenstein and Norway.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply