Sem

Englar alheimsins

Englar alheimsins
Event on 2013-11-07 19:30:00

eftir Einar Má Guðmundsson, leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson, Símon BirgissonLeikrit ársins 2013

★★★★★
Fréttablaðið

★★★★★
Morgunblaðið

 

 

Uppsetning Þjóðleikhússins á Englum alheimsins á liðnu vori var í huga margra einstakur leiklistarviðburður, og töluðu gagnrýnendur meðal annars um að hún væri „fullkomin útfærsla á skáldsögunni“, „mögnuð leikhúsupplifun“ og að Atli Rafn Sigurðarson í aðalhlutverkinu léki „snilldarlega“. Sýningin var tilnefnd til níu Grímuverðlauna, meðal annars sem sýning ársins, og uppskar verðlaun fyrir leikmynd, búninga og leikverk ársins.

 

Englar alheimsins er meðal kunnustu skáldsagna síðari ára á Íslandi og fáar sögur hafa hitt þjóðina jafnrækilega í hjartastað. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og var efniviður vinsællar samnefndrar kvikmyndar.

 

Englar alheimsins lýsir árekstri tveggja heima, brjálseminnar og hversdagsleikans. Verkið er saga listamannsins Páls sem ungur að árum er orðinn illa haldinn af geðveiki og missir tökin á lífinu.

 

Verkið lýsir af miklu innsæi heimi hins geðveika, einsemd hans og útskúfun, og átökum hans við sjálfan sig og samfélagið.

 

Ógleymanlegt verk, fullt af sársauka en jafnframt hlýju og húmor.

 

 

at National Theatre of Iceland – Þjóðleikhúsið
Hverfisgata 19
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply