Sem

Fetta Bretta

Fetta Bretta
Event on 2013-11-24 14:00:00

eftir Tinnu Grétarsdóttur

Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára.

 

Sýningin tekur um 30 mínútur, og eftir sýninguna gefst um 15 mínútna leiktími fyrir börnin.

 

Þær Fetta Flækja og Flétta Bretta þurfa að púsla saman umhverfi sínu – ævintýraheimi þar sem form, litir, hreyfingar og hljóð mynda loks eina heild. Að lokinni hálftíma sýningu býðst börnunum að koma upp á svið og leika sér með leikmunina. Fyrsta verkefni Bíbí og blaka var barnasýningin Skýjaborg sem var frumsýnd í Kúlunni árið 2012. Sýningin hlaut afar góðar viðtökur, var tilnefnd til þrennra Grímuverðlauna og hlaut Menningarverðlaun DV í flokki danslistar.

 

Bíbí og blaka í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

 

Danshöfundur Tinna Grétarsdóttir

Tónskáld Sólrún Sumarliðadóttir

Leikmynd og búningar Guðný HrundSigurðardóttir

 

Dansarar

Inga Maren Rúnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir.

 

 

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og Barnamenningarsjóði.

at National Theatre of Iceland – Þjóðleikhúsið
Hverfisgata 19
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply