Sem

Föstudagsfreistingar

Föstudagsfreistingar
Event on 2015-01-09 00:00:00
Verð: 2.500 kr.
Dagsetning: 09.01.2015
Tími: 12:00

Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa.

Að þessu sinni kemur fram Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari sem flytur verk eftir Debussy.

Steinunn hóf að læra á píanó 7 ára gömul. Hún lærði hjá Kristni Gestssyni og Önnu Málfríði Sigurðardóttir í Reykjavík og fór í framhaldsnám í Carl Nielsen Akademíuna í Óðinsvéum þar sem hún lærði hjá Christinu Bjøerkøe og lauk þaðan mastersnámi. Einnig var hún í píanónámi í 1 ár hjá Katariina Liimatainen í Finnlandi og hefur sótt meistaranámskeið í Frakklandi og Póllandi.  Nú starfar hún við Tónlistarskóla Húsavíkur.

1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tónleikum stendur.

Hugljúf stund í hádeginu í Hofi!

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply