Sem

Furðulegt háttalag hunds um nótt

Furðulegt háttalag hunds um nótt
Event on 2014-06-01 20:00:00
Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíð Breta
Hjartnæm spennusaga
um leit að sannleikanum

 

Christopher er fimmtán ára stærðfræðiséní. Þegar hundur nágrannans finnst dauður einn morguninn ákveður hann að komast að því hvað býr að baki. Í rannsókninni kemst Christopher á snoðir um dularfull bréf sem tengjast fjölskyldu hans. Við tekur hættuför til borgarinnar sem hefur í för með sér óvæntar afleiðingar og umturnar lífi hans svo um munar. Við fylgjumst með því hvernig einstökum dreng reiðir af í heimi fullorðna fólksins, sjáum spegilmynd hins venjulega í augum hins óvenjulega. Verkið er í senn spennandi morðsaga og þroskasaga ungs drengs á jaðri samfélags – sérstakt, hlýlegt og fyndið og lætur engan ósnortinn.

Leikrit Simon Stephens byggir á samnefndri skáldsögu Mark Haddon. Bókin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut öll helstu bókmenntaverðlaun þess árs.

Furðulegt háttalag hunds um nótt var ótvíræður sigurvegari sviðslistaverðlauna Breta, Olivier Awards í ár. Þar hlaut sýningin alls sjö verðlaun, þ.á.m. sem besta sýningin og besta leikritið. Engin sýning hefur áður hlotið fleiri verðlaun á þeirri hátið enda nýtur hún gríðarlegrar hylli í London og er enn sýnd fyrir smekkfullu húsi.

Listrænir stjórnendur sýningarinnar unnu mikið saman á gullaldarárum Hafnarfjarðarleikhússins en þeim bætist nú liðsauki í Lee Proud, danshöfundinum frábæra sem stýrði einstökum dansatriðum Mary Poppins í fyrra.

Viðskiptavinum Íslandsbanka býðst 25% afsláttur ef keypt er fyrir frumsýningu og greitt með greiðslukorti frá Íslandsbanka í miðasölu Borgarleikhússins.

at Reykjavík City Theatre
Listabraut 3
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply