Sem

Guðrún Gunnars-söngur í 30 ár

Guðrún Gunnars-söngur í 30 ár
Event on 2014-02-22 00:00:00
Verð: 4.900 kr.
Dagsetning: 22.02.2014
Tími: 20:00

Guðrún Gunnarsdóttir söngkona fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári, og í tilefni af því kom út plata með hennar bestu lögum fyrir síðustu jól.

Platan heitir einfaldlega Bezt og er hluti af hljómplöturöð á vegum Dimmu útgáfu.

Í tilefni af bæði afmælinu og útkomu plötunnar hélt Guðrún tónleika í Salnum í Kópavogi í byrjun nóvember, miðarnir seldust upp á örstuttum tíma og eftirspurnin var mikil, hefur því verið ákveðið að heimsækja Akureyringa og endurtaka þessa tónleika í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 22.febrúar.

Á efnisskránni verða ýmis lög af ferlinum, sem spannar um 30 ár. Má þar helst nefna lög af sólóplötunum Eins og vindurinn(2004) og Umvafin englum(2008), lög af plötunni sem var til heiðurs Cornelis Vreeswijk(2009) og metsöluplötunni Óður til Ellyjar(2003) sem var tekin upp í Salnum og Guðrún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2003, ásamt lögum sem hafa verið algengir gestir á efnisskrá söngkonunnar í gegnum tíðina. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Friðrik Ómar.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply