Sem

Hátíðarpassi HIMA

Hátíðarpassi HIMA
Event on 2015-06-07 12:15:00

Hátíðarpassi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu
6.- 17. júní 2015

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Harpa International Music Academy, er alþjóðlegt sumarnámskeið og tónlistarhátið sem haldin er í þriðja sinn dagana 6. -17. júní. Námskeiðið er einstakt sinnar tegundar hér á landi, en meðal þátttakenda eru ungir alþjóðlegir einleikarar (Young Artists) og verðlaunahafar í alþjóðlegum keppnum auk framúrskarandi leiðbeinenda sem koma víðs vegar að. Ungu einleikararnir koma jafnframt fram á tónleikum Akademíunnar sem lýkur með Hátíðartónleikum á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Á námskeiðinu er kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó en sérstök áhersla er lögð á kammertónlist auk einkatíma, masterklassa og hljómsveitar. Einnig er boðið upp á námskeið í kammertónlist fyrir fullorðna og nú er í fyrsta sinn starfrækt yngri deild fyrir nemendur 14 ára og yngri. Nánari upplýsingar má finna á www.musicacademy.is

Hér er hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á alla eftirfarandi tónleika Akademíunnar en einnig er hægt að kaupa staka miða á tónleikana á harpa.is:

Himnesk fiðla – 7. júní kl. 16 – Hörpuhorn – ókeypis
Upptaktur – 8. júní kl. 12:10 – Norðurljós
Neisti, Opnunartónleikar – 8. júní kl. 20 – Norðurljós
Fjöregg – 13. & 14.júní, kl. 13 & 15 – Kaldalón & Norðurljós
Djöflafiðla -14. júní kl. 17 – Norðurljós
Græðlingar – 15. júní kl. 17 – Kaldalón
Stjörnuljós – 15. júní kl. 20 – Kaldalón
Himnasending – 16. júní kl. 12:10 – Flói -ókeypis
Hátíðartónleikar – 17. júní kl. 17 – Norðurljós

Fyrsti passinn þinn á 6000 kr, annar passi með 50% afslætti

Ef einn passi er keyptur er hægt að fá annan með helmingsafslætti með því að hafa samband við miðasölu Hörpu, sími 528-5050. Kaupa miða
Dagsetningar:

07. júní 2015 12:15
Staðsetning
Norðurljós og Kaldalón

Verð frá: 6.000 kr.

Fyrsti passinn þinn á 6000 kr, annar passi með 50% afslætti

Ef einn passi er keyptur er hægt að fá annan með helmingsafslætti með því að hafa samband við miðasölu Hörpu, sími 528-5050.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply