Sem

Hátíðartónleikar HIMA

Hátíðartónleikar HIMA
Event on 2015-06-17 17:00:00

Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er alþjóðlegt sumarnámskeið og tónlistarhátíð sem haldið er í þrjðja sinn dagana 6. -17. júní 2015. Hátíðartónleikar á þjóðarhátíðardaginn eru uppskeruhátíð námskeiðs sem hefur dregið að sér þátttakendur víðs vegar að úr heiminum, frá Mexíkó til Kína. Dagskráin er fjölbreytt og fjöldi framúrskarandi ungs fólks kemur fram. Hátíðartónleikarnir gefa færi á að draga sig í hlé úr skarkala dagsins, hvíla hugann og lyfta andanum með því að hlýða á tónlist sem staðist hefur tímans rás í flutningi nýrrar kynslóðar hljóðfæraleikara.

Dagskráin hefst á því að yngstu þátttakendurnir, nemendur yngri deildar, stíga á stokk og leika nokkur vel valin atriði sem þau hafa undirbúið á meðan námskeiðinu stóð. Eftir það fá áheyrendur að njóta samspils 10 sellóleikara sem saman mynda sellókór.

Hljómsveit Akademíunnar, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, leikur svo fyrir gesti. Með henni mun ungi einleikarinn, Roope Gröndahl frá Finnlandi, leika hinn þekkta píanókonsert nr. 1 í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Roope hefur hefur sér góðan orðstír heima fyrir og unnið til alþjóðlegra verðlauna. Hljómsveitin leikur einnig Kammersinfóníu op. 110 eftir Shostakovich, magnað tónverk úr smiðju þessa rússneska meistara.

Þá mun Hamrahlíðarkórinn koma fram undir lok tónleikanna, en hann mun ásamt hljómsveitinni flytja Mansöng fyrir Ólafs rímu Grænlendings eftir Jórunni Viðar. Tónleikunum lýkur með því að hljómsveit og kór flytja íslenska þjóðsönginn í tilefni þjóðhátíðar. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir.

Markmiðið með Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu er að færa umheiminn nær okkur, stuðla að framförum og víðsýni, og efla íslenskt tónlistarlíf til framtíðar. Kaupa miða
Dagsetningar:

17. júní 2015 17:00
Staðsetning
Norðurljós

Verð frá: 2.500 kr.

1.500 kr fyrir ungt fólk 25 ára og yngri, örorku- og ellilífeyrisþega. Afsláttarmiðar í miðasölu Hörpu.

Ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply