Jazzhátíð – Dagur 1

Jazzhátíð – Dagur 1
Event on 2015-08-12 17:00:00

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur verið haldin árlega síðasta aldarfjórðung, eða allar götur síðan árið 1990. Frá upphafi hefur hátíðin verið í senn uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna sem og vettvangur til þess að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi og hátíðin í ár verður engin undantekning.

Hátíðin í ár stendur frá 12.-16 ágúst og tónlistarhlaðborðið gjörsamlega svignar af kræsingum, allavegana straumum og stefnum, allt frá nýmóðins samtíma spuna yfir í gamla góða svingið. Hátíðin í ár setur fókus á nýjar íslenskar útgáfur og samvinnuverkefni erlenda listamnenn, en gestir hátíðarinnar eru m.a. frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Litháen, Belgíu, Ítalíu og Bandaríkjunum.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá í heild sinni hér! Kaupa miða
Dagsetningar:

12. ágúst 2015 17:00
Staðsetning
Norðurljós og Silfurberg

Verð frá: 5.600 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply