Sem

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu
Event on 2013-12-27 13:00:00
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Dansandi dádýr,
svífandi stjörnur, elskulegir englar og nýfallinn snjór

Í aðdraganda jóla halda Skoppa og Skrítla mikla hátíð til að bjóða sjálfan jólasvein­ inn velkominn til byggða. Hann kemur til að aðstoða þær við að fagna hátíð ljóss og friðar og útbúa gjafir fyrir alla góðu vinina og vinkonurnar. Þegar undirbúningur hátíðarinnar stendur sem hæst banka óvæntir gestir upp á. Jólasveinninn er í stökustu vandræðum. Nú reynir á hversu úrræðagóðar Skoppa og Skrítla eru…

Skoppa og Skrítla hafa verið í uppháhaldi hjá yngstu kynslóðinni um árabil, hvort sem er í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist eða leiksýningum. Þær hafa verið áberandi í Borgarleikhúsinu undanfarin ár – en bjóða nú í fyrsta sinn til jólaskemmtunar. Sýningarnar Skoppa og Skrítla á tímaflakki og Skoppa og Skrítla í leikhúsinu slógu báðar í gegn og hlutu geysigóðar viðtökur.

Hentar börnum frá níu mánaða aldri

at Reykjavík City Theatre
Listabraut 3
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply