Jólatónleikar Stefáns Hilmarssonar

Jólatónleikar Stefáns Hilmarssonar
Event on 2015-12-11 20:00:00

Stefán Hilmarsson heldur árlega jólatónleika sína þann 16. desember, nú í fyrsta sinn í Hörpu.  Ætlunin er að hefja tónleikana aðeins upp á hærra plan, ef svo má segja, þeir verða veglegri en áður, án þess þó að missa persónulega þelið. Það má kannski búst við að þetta verði heimilislegir stórtónleikar. Auk Stefáns koma fram fjórir valinkunnir gestasöngvarar, þau Guðrún Gunnarsdóttir, Birgir Steinn Stefánsson, Stefanía Svavarsdóttir og Sara Glowie Pétursdóttir. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötum Stefáns, „Ein handa þér“ og „Í desember“, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög af ýmsum toga. Hljómsveitin verður eins og jafnan skipuð valinkunnum galdramönnum sem þekktir eru fyrir flest annað en feilnótur.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vefsíðuunni stefanhilmarsson.is og þar er einnig hægt að nálgast jólaplötur Stefáns. Kaupa miða
Næstu viðburðir:
11. desember 2015 | kl. 20:00

16. desember 2015 | kl. 20:00

Staðsetning Silfurberg – númeruð sæti

Verð frá: 6.900 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

This entry was posted in Sem and tagged , , . Bookmark the permalink.

Leave a Reply