Sem

Klassíski listdansskólinn-afmælissýning

Klassíski listdansskólinn-afmælissýning
Event on 2014-03-22 00:00:00
Verð: 2.500 kr.
Dagsetning: 22.03.2014
Tími: 19:30

Klassíski listdanskólinn fagnar 20 ára afmæli sínu með afmælissýningu. Höfundur verksins Paquita er Marius Petipa fæddur í Frakklandi árið 1818. Hann er einn af okkar stórkostlegustu klassísku danshöfundum 19. aldar. Paquita var frumsýnd í St. Pétursborg árið 1846. Tónlistin er eftir Ludwig Minkus. Paquita er rómantískt dansverk í tveimur þáttum,  sem fjallar um spánska stúlku sem heitir Paquita og er alin upp af sígaunum. Paquita verður ástfangin af frönskum aðalsmanni sem heitir Lucien. Lucien og Paquita alast upp með ólíkan félagslegan bakgrunn og þar af leiðandi fá þau ekki að binda saman böndum. Síðar í sögunni uppgötvast að sígaunarnir sem Paquita hefur alist upp hjá, eru ekki í raun fjölskylda Paquitu. Sígaunarnir höfðu bjargað henni frá sjóræningjum þegar hún var á barnsaldri. Á ferðalagi um landið, finna sígaunarnir fjölskyldu Paquitu og sameina hana hennar raunverulegu fjölskyldu.  Kom í ljós að hún var dóttir aðalsmanns. Dansverkið endar með því að Lucien og Paquita giftast.

Það verða dönsuð mörg atriði úr dansverkinu, dansarar skipta með sér hlutverkum.

Listrænn höfundur: Sæunn Ýr Marinosdóttir / Guðbjörg Astrid Skúladóttir

Ljósahönnuður: Tómas Ómarsson

 

Frumsamið dansverk fyrir Klassíska Listdansskólan 2014

In memory of …. Your husband

Danshöfundur: Luis Delejo

Aðstoðarmaður: Sæunn Ýr Marinosdóttir

Tónlist: Maurice Ravel ( Martha Argerich, piano)

Ljósahönnun: Tómas Ómarsson

 

Sýnt verður brot af nútímauppsetningu af Þyrnirós

Listrænn höfundur: River Carmalt

Aðstoðarmaður: Ernesto Camilo

Uppruni nútíma uppsetningu er Matthew Bourne

Tónlist: Pyrotr Ilyich Tchaikovsky

Ljósahönnun: Tómas Ómarsson

 

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply