Lady Sings the Blues

Lady Sings the Blues
Event on 2015-04-22 00:00:00
Verð: 3.900 kr.
Dagsetning: 22.04.2015
Tími: 20:00

Tríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar heldur tónleika síðasta vetrardag þann 22. apríl í tilefni af útkomu nýs geisladisks sem ber titilinn „Lady Day".  Diskurinn er gerður í tilefni af aldarafmæli söngkonunnar Billie Holiday en hún hefði orðið 100 ára 7. apríl síðast liðinn.

Á efnisskrá verða lög sem Billie hljóðritaði og tengjast henni sterklega.  Tríóið skipa auk Sigurðar þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman en hann kemur hingað til lands sérstaklega vegna þessara tónleika. Tríóið gerði sinn fyrsta disk; „Himnastigann"  árið 1999 og fékk hann frábæra dóma.  Tveimur árum síðar kom annar diskur; „Djúpið" sem hlaut einnig mjög góðar viðtökur.  Tríóið snýr aftur eftir langt hlé og einbeitir sér, nú sem fyrr, að túlkun klassískra jazzstandarda með áherslu á lifandi og ljóðrænt samspil. Á tónleikunum mun Sigurður segja frá sönkonunni og ferli hennar á milli laga.  Þess má geta að Sigurður Flosason hefur verið kjörinn jazzleikari ársins á íslensku tónlistarverðlaununum undanfarin tvö ár og Eyþór Gunnarsson hlaut, ásamt félögum sínum í Mezzoforte, heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014.  Lennart Ginman er einn af fremstu kontrabassaleikurum Dana, bæði vel þekktur og virtur í dönsku jazzlífi.

Billie Holiday, sem hét í raun og veru Eleanora Fagan var fædd 7. apríl 1915 og lést aðeins 44 ára gömul 17. júlí 1959. Hún átti erfiða æfi og glímdi lengst af við áfengis- og vímuefnafíkn.  Bille er í hópi áhrifamestu söngkvenna jazzins. Hún er af flestum talin einn af persónulegustu og sterkustu túlkendum jazzsögunnar. Billie flutti bæði klassiska standarda og eins lög sem samin voru sérstaklega fyrir hana.  Tríóið mun flytja blöndu af hvoru tveggja.

Diskurinn,  „Lady Day" var tekinn upp í Reykjavík í ágúst og desember 2014.  Upptökur og hljóðblöndun annaðist Hafþór „Tempó" Karlsson. Sigríður Hulda Sigurðardóttir sá um hönnun en Dimma gefur út.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply