Sem

Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna, jan 2014

Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna, jan 2014
Event on 2014-01-27 19:30:00

 

Það er alltaf vinsælt að byrja nýtt ár með nýjum áskorunum. Næstkomandi miðvikudag bíður leiklistarskólinn Opnar dyr uppá leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Þar geta allir sem eru 17 ára og eldri stigið út fyrir  þægindaþröskuldinn og upplifað nýja hlið á sjálfum sér.

Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik.
Á námskeiðinu er þannig unnið með sköpunarkraft einstaklingsins og sjálfþroska í gegnum leikræna tjáningu. Á námskeiðinu gera þáttakendur verkefni og æfingar sem opna fyrir sköpunarflæðið og ímyndunaraflið og stuðla að aukinni sjálfsvitund og öryggi. Jafnframt fá þátttakendur grunnþjálfun í leikrænni túlkun. Námskeiðið gagnast þannig einnig þeim sem hug hafa á að fara í leiklistarnám eða vilja þróa leiklistarhæfileika sína á einhvern hátt.
En námskeiðið gagnast öllum á einhvern hátt.

at Reykjavik
Bolholt 4
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply