Sem

Mannauðsdagurinn 2015

Mannauðsdagurinn 2015
Event on 2015-10-09 09:30:00

„Breytingastjórnun – Eru allir um borð?“

MANNAUÐSDAGUR Flóru félags mannauðsstjóra var fyrst haldinn árið 2011 og hefur með ári hverju vaxið og dafnað og er nú orðinn einn stærsti viðburður í greininni.  Árið 2014 sóttu ráðstefnuna um 300 manns.   

Yfirskrift MANNAUÐSDAGSINS í ár er „Breytingastjórnun – Eru allir um borð?“, en á ráðstefnunni verður fjallað um þær áskoranir sem stjórnendur og mannauðsstjórar standa frammi fyrir þegar kemur að framkvæmd stefnu, breytingastjórnun og að byggja upp fyrirtækjamenningu sem stuðlar að betri árangri fyrirtækja.

Efni ráðstefnunnar höfðar til  stjórnenda, mannauðsstjóra,  mannauðsérfræðinga, ráðgjafa í mannauðsmálum og fræðimanna sem fást við stjórnun fyrirtækja og rannsóknir. 

MANNAUÐSDAGURINN er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál. Þó með þeirri nýbreytni að í ár verða þrír erlendir aðilar með erindi um breytingarstjórnun frá mismunandi sjónarhornum. 

Dagskrá:

09:30 Skráning og morgunverður

Setning ráðstefnunnar og ávarp

Sigíður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR og formaður Flóru

Tækifærin í breytingum og því að segja já!

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri

Embætti á tímamótum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Kaffihlé

Fail to Plan or Plan to Fail

Sharlyn Lauby, forstjóri ITM Group

12:20 Hádegisverður

Upplýsingatækni breytir „öllu“

Ægir Már Þórsson, framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsmála hjá Advania

Hefur aukin aðkoma kvenna að stjórnum og stjórnunarstöðum áhrif á fyrirtækjamenningu?

Dr. Auður Arna Arnardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík

Kaffihlé

Lessons Learned from the Philips 4 Year Journey on Cultural Transformation

Teddy Frank, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Philips

Transformation through training

Dennis Frank, stjórnunarráðgjafi

16:00 Ráðstefnulok og hanastél

Við hvetjum ráðstefnugesti til að staldra við að ráðstefnu lokinni og eiga góða stund með samstarfsfélögum og kollegum.

Fundarstjórar: Auður Þórhallsdóttir og Vilmar Pétursson Kaupa miða
Dagsetningar:

09. október 2015 09:30
Staðsetning
Silfurberg

Verð frá: 30.000 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply