Sem

Masterclass The King’s Singers í Hörpu

Masterclass The King’s Singers í Hörpu
Event on 2015-09-16 11:00:00

Hinn heimsfrægi breski sönghópur, The King's Singers, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu 16. september 2015 næstkomandi. Sama dag halda liðsmenn hópsins masterclass fyrir 6 hópa/kóra sem þeir hafa valið úr umsóknum. Hægt er að tryggja sér áheyrn á þessu námskeiði með að kaupa miða á kr. 1500. Kennslan fer fram í Norðurljósum og Kaldalóni og lýkur námskeiðinu með stuttum tónleikum þar sem þátttakendur koma fram.

Á námskeiðum The King’s Singers er lögð áhersla á að vinna með styrkleika hvers tónlistarhóps. Námskeiðin fara fram í afslöppuðu andrúmslofti og liðsmenn The King's Singers munu vinna með hvern hóp eftir þörfum hans, en megináhersla er lögð á að bæta heildarframmistöðu hópsins.

Unnið verður með þætti á borð við hljómblöndum og jafnvægi, framkomu, víbrató, liti, kóraga- og þjálfun. Unnið verður með tvö verk sem hópurinn velur sjálfur. Gert er ráð fyrir að hóparnir séu mjög vel undirbúnir.
Við lok námskeiðsins munu hóparnir safnast aftur saman og flytja verkin sín.

Tímalengd
2,5 klukkustund, frá klukkan 11:00 til 13:30.

Kynning
The King’s Singers flytja verk við upphaf námskeiðsins, kynna sig og útskýra svo hvernig námskeiðinu er háttað.

Kennslan
Kennslan fer fram í hópum og The King’s Singers munu vinna með hópunum og einbeita sér að raddtækni, stíl og tónlistarflutningi/framkomu. Námskeiðið mun eiga sér stað í tveimur sölum. Hver hópur vinnur með meðlimi the King’s Singers í 40 mín.

Tónlistarflutningur og spurningatími
Hver hópur kemur fram og flytur stutt verk fyrir áheyrendur í lok námskeiðsins í Norðurljósasalnum.

Verð
Áheyrnargjald kr 1500. Kaupa miða
Dagsetningar:

16. september 2015 11:00
Staðsetning
Norðurljós og Kaldalón

Verð frá: 1.500 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply