Maxímús heimsækir hljómsveitina

Maxímús heimsækir hljómsveitina
Event on 2015-09-26 14:00:00

Ævintýrin um Maxa hafa notið fádæma vinsælda og er þessi tónelska mús orðin heimilisvinur fjölda barna á Íslandi og í mörgum löndum Evrópu, Asíu og Ameríku. Nú þegar fjórar bækur hafa verið gefnar út með músinni er komið að sjálfu upphafsævintýrinu á nýjan leik þar sem Maxi heimsækir sinfóníuhljómsveitina. Á þessum fjörugu tónleikum er hlustandinn leiddur inn í töfraheim tónlistarinnar þar sem hljóðfærin eru kynnt hvert af öðru og ungum hlustendum fylgt inn í heillandi heim hljómsveitarinnar eftir því sem ævintýrum Maxa vindur fram. Verndari verkefnisins um Maxímús Músíkús er Vladimir Ashkenazy, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Myndum Þórarins Más Baldurssonar úr ævintýrinu um Maxa er varpað upp meðan á tónleikunum stendur.

Nemendur úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leika skemmtilega göngutónlist á undan tónleikunum. Kaupa miða
Næstu viðburðir:
26. september 2015 | kl. 14:00

26. september 2015 | kl. 16:00

Staðsetning Eldborg

Verð frá: 2.000 kr. – 2.600 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply