Sem

Með allt á hreinu

Með allt á hreinu
Event on 2014-03-21 00:00:00
Verð: 2.500 kr.
Dagsetning: 21.03.2014
Tími: 20:00

Nemendur Verzlunarskóla Íslands kynna með stolti: Með allt á hreinu!

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp glæsilegan söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningagesta.

Í ár verður söngleikurinn Með allt á hreinu settur upp, byggður á samnefndri kvikmynd Stuðmanna.
Sýningin skartar fjölmörgum áhugaverðum og fjölbreyttum sögupersónum. Fylgst er með tveimur hljómsveitum, Stuðmönnum og Gærum, í kapphlaupi í leit að frægð og frama. Hljómsveitirnar reyna hvað eftir annað að klekkja hvor á annarri og tekst það með misjöfnum hætti. Fjölmargar aðrar persónur fléttast skemmtilega inn í söguna svo sem Sigrúna Digra og Óliver Twist. Einnig setja rótararar hljómsveitanna tveggja, Dúddi og Tarzan, tvímælalaust svip sinn á sýninguna.

Sýningin er keyrð áfram af leik, söng og frábærum dansi – en dramatíkin og tilfinningarnar eru sjaldan langt undan.

Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru allir fremstir á sínu sviði: Leikstjóri er Bjartmar Þórðarson og Elva Rut Guðlaugsdóttir er danshöfundur. Þeir Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Unnsteinsson sjá um krefjandi tónlistarstjórn þessa stórkostlega söngleiks og Helga Margrét Marzellíusardóttir er söngstjóri sýningarinnar.

Því er ljóst að hér er um algjört skylduáhorf að ræða.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply