Sem

Með blik í auga – Keflavík og kanaútvarpið

Með blik í auga – Keflavík og kanaútvarpið
Event on 2015-03-21 00:00:00
Verð: 5.900 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 21.03.2015
Tími: 20:00

Með blik í auga er söguferðalag aftur í tímann í máli myndum og ógleymanlegri tónlist. Að þessu sinni verður dvalið við það fyrirbæri sem kallaðist kanaútvarpið, útvarp bandaríska hersins á Miðnesheiði á AM 1484.

Þetta útvarp opnaði eyru ótal margra fyrir því að það var fleira til en Mantovani valsar og Mahler sem tilheyrðu gömlu góðu gufunni. 

Í kananum heyrðist rokkið fyrst á Íslandi; Elvis, Bítlarnir og Rolling Stones og þar kynnust margir Íslendingar sveitatónlistinni.

Með blik í auga er tónlistarveisla þar sem lög Stewie Wonder, Aretha Franklin. Eagles, Supertramp, Led Zeppelin og fjölda annarra listamanna fá að hljóma í bland við góðar sögur og skemmtilega umgjörð.

Bjarni Ara, Eyþór Ingi, Regína Ósk og Sverrir Bergmann flytja lögin ásamt stórhljómsveit.

Við rifjum upp tímann þegar allir forboðnu ávextirnir, gosið, bjórinn og búsið fengust á vellinum. Víetnamstríðið var í hámarki og Nixon karlinn þurfti að segja af sér. Keflavíkurflugvöllur var villta vestrið, vopnaðir verðir í hliðum og herstöðvarandstæðingar að syngja Ísland úr Nató utan við hlið.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply