Sem

Mozart og Beethoven

Mozart og Beethoven
Event on 2015-09-17 19:30:00

Vínarmeistararnir Mozart og Beethoven deila þessari efnisskrá þar sem hljóma nokkur þeirra dáðustu verka. Píanókonsertinn í A-dúr er einn þeirra sem Mozart samdi þegar hann stóð á hátindi ferils síns um 1785, og er ljóðrænt og geislandi verk sem ekki hefur heyrst í á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands um langt árabil. Áttunda sinfónía Beethovens er ekki eins stór í sniðum en sum önnur verk hans í sömu grein, en býr þó yfir bæði krafti og gáska. Forleikirnir að leikritinu Egmont og óperunni Don Giovanni eru báðir dramatískir með eindæmum, hlaðnir spennu og krafti.

Robert Levin er einn helsti sérfræðingur samtímans í tónlist Mozarts og Beethovens. Hann hefur gegnt prófessorsstöðum við Harvard og Juilliard, hljóðritað konserta Beethovens ásamt John Eliot Gardiner og lokið við allnokkur verk sem Mozart lét eftir sig ófullgerð. Það er ekki síst óvenjulegt við flutning hans að hann spinnur „kadensur“ píanókonsertanna af fingrum fram rétt eins og tíðkaðist á tímum Mozarts. Levin hefur tvisvar áður leikið á Íslandi við frábærar undirtektir en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í Hörpu.

Breski hljómsveitarstjórinn Matthew Halls hóf feril sinn sem semballeikari og hefur afburða skilning á tónlist klassíska skeiðsins, eins og hann hefur meðal annars sýnt með starfi sínu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undanfarin ár. Kaupa miða
Dagsetningar:

17. september 2015 19:30
Staðsetning
Eldborg

Verð frá: 2.400 kr. – 6.900 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply