Sem

Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri

Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri
Event on 2014-05-28 00:00:00
Verð: 1.000 kr.
Dagsetning: 28.05.2014
Tími: 20:00

Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verður haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson.

Sýningin ber heitið ÓPIÐ – endurhæfing fyrir sjúklega söngvara.
Sagan gerist á stofnun sem reynir að meðhöndla ógurlegan og bráðsmitandi faraldur sem geysað hefur um heiminn. Það einkennist af því að fólk fer að hlusta í of miklu magni á ýmiskonar tónlist og eru erfiðustu og algengustu sjúkdómseinkennin hj��þeim sem hafa dálæti á klassískri söngtónlist.
Til að koma í veg fyrir að smitast er eina leiðin að forðast þá sem eiga það til að bresta í söng óundirbúið. Forðast að vera í námunda við tónleikastaði og menningarviðburði almennt. Eigum við að tala um óperur?  – HLAUPIÐ OG HALDIÐ FYRIR EYRUN !!

Þátttakendur í þessari sýningu eru söngnemendur við TA sem fá þarna að spreyta sig á mörgum af fallegustu aríum, dúettum og kórum tónbókmenntana, sem fléttast inn í þessa skemmtilegu atburðarrás. 

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply