Sem

Sigur Rós – Norður og Niður

Sigur Rós – Norður og Niður
Event on 2017-12-27 00:00:00
Sigur Rós tekur yfir Hörpu milli jóla- og nýárs.

Hljómsveitin Sigur Rós býður þér að fara “Norður og Niður” í Reykjavík milli jóla- og nýárs.

Í sex daga mun Sigur Rós taka yfir Hörpu, fylla hana af músík, list og viðburðum ásamt því að koma fram sjálf ��fernum tónleikum í Eldborg dagana 27, 28, 29 og 30. desember.

Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á 18 mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár.  Þá verða liðin 5 ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi.

1.500 manns komast á hverja tónleika Sigur Rósar í Eldborg og geta áhugasamir tryggt sér tvo miða hver ��tónleikana gegn framvísun skilríkja við afhendingu miða.

Norður og Niður mun hýsa tónlistarviðburði, innsetningar, dans, kvikmyndasýningar og óvæntar uppákomur vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má ��Hörpu.

Frekari upplýsingar um dagskrá Norður og Niður koma á næstu vikum.

Miðar á tónleikana verða afhentir á tónleikadag milli klukkan 10:00 og 18:00 í Hörpu.

Vinsamlega munið eftir að hafa meðferðis skilríki og kvittun fyrir miðakaupum.

Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu milli jóla og nýárs.

Sigur Rós og Harpa

Umsjón: KS Productions slf

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

1 thought on “Sigur Rós – Norður og Niður

  1. Pingback: My Homepage

Leave a Reply