Sem

SN Beethoven og Brahms

SN Beethoven og Brahms
Event on 2015-02-08 00:00:00
Verð: 4.900 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 08.02.2015
Tími: 16:00

Þegar hugsað er til helstu áhrifavalda rómantíska tímabilsins í tónlistarsögunni koma nöfn þeirra félaga Brahms og Beethoven fyrst upp í hugann. Það má segja að sinfónísk tónlist þessa tímabils hafi byrjað með Beethoven og komist á fullorðinsár í sinfóníum og einleikskonsertum Brahms. Beethoven samdi Sinfóníu nr. 2 þegar vaxandi heyrnarleysi var farið að angra hann og þykir hún einkennast af bæði fegurð og þjáningu. Verk Brahms þykja  m.a. undir sterkum áhrifum frá Beethoven. Brahms var dulur maður en tónlist hans þykir einstaklega talandi og tjáningarrík. Í píanókonsertinum leitast hann við að stilla píanóinu upp sem jafningja hljómsveitarinnar svo úr verður stórkostleg sinfónísk upplifun.

Hljómsveitarstjórn er í höndum Guðmundar Óla Gunnarssonar og einleikari er Aladár Rácz.

Aladár Rácz píanóleikari er fæddur í Rúmeníu árið 1967. Hann á farsælan feril að baki hérlendis og erlendis og hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Aladár stundaði nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólana í Búkarest og Búdapest. Hann hefur leikið á tónleikum víðsvegar um heiminn, leikið inn á fjölda geisladiska og unnið til verðlauna fyrir píanóleik m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Hér á landi hefur Aladár  leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi og leikið einleik á tónleikum vítt og breitt um landið, m.a. í Salnum í Kópavogi og með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply