Sem

SN – Stórtónleikar á Skírdag

SN – Stórtónleikar á Skírdag
Event on 2014-04-17 00:00:00
Verð: 4.900 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 17.04.2014
Tími: 16:00

Sinfónía nr.6 eftir Mahler. Risavaxin hljómsveit, gríðarstór hljómur, miklar tilfinningar og stórkostleg tónlist!

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára afmæli sínu með glæsibrag. Á efnisskránni er 6. sinfónía Mahlers sem er talin ein magnaðasta sinfónía allra tíma en sagt er að Mahler hafi með tónsmíðum sínum fullkomnað sinfóníuna. Sinfónía Mahlers nr. 6 hefur allt sem góð tónlist hefur til að bera. Dramatík og kyrrð, ást og reiði, lúðra og strengi, flautur og hamar. Þetta er tónlist sem er í senn ógnvænleg og ljúf.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nemendur Tónlistarskólans á Akureyri sameina að venju krafta sína á Stórtónleikum. Þetta verða sannkallaðir  fagnaðartónleikar og það má með sanni segja að blásið verði kröftugar í lúðra en áður. Aldrei áður hefur hljómsveitin veri�� svo fjölmenn á sviði eða rétt um 100 manns. Um hljómsveitastjórn sér Guðmundur Óli Gunnarsson.

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem gjarnan er kölluð unglingalandslið Íslendinga í hljóðfæraleik, er skipuð ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum sem staðist hafa krefjandi inntökupróf. Ungsveitin hefur starfað fr�� árinu 2009 og hafa tónleikar hennar hlotið frábærar undirtektir áheyrenda og vakið mikla athygli. Tónleikar Ungsveitarinnar  hafa veri�� árlegur og mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands auk þess sem sveitin hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Tónskáldið Alban Berg sagði um 6. sinfóníu Mahlers:
Þetta er hin eina sjötta, þrátt fyrir Beethoven

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply