Sem

Söngljóðahátíðin Í ævitúni

Söngljóðahátíðin Í ævitúni
Event on 2015-06-06 00:00:00
Verð: 5.900 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 06.06.2015
Tími: 16:00

 

Í tilefni sjötugsafmælis ævivinanna og jafnaldranna upp á dag, Jóns Hlöðvers Áskelssonar og Páls Skúlasonar, sem fæddust á Akureyri 4. júní 1945.

Kristinn Sigmundsson syngur ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara söngljóðaflokkinn: ,,Söngljóð mánaðanna" sem Jón Hlöðver Áskelsson og Böðvar Guðmundsson hafa verið að yrkja fyrir hvern mánuð ársins 2014, einskonar almanak þess árs og verður það frumfltt á söngljóðahátíðinni. Einnig mun Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona, ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, frumflytja flokk 10 söngljóðaflokksins: ,,Í ævitúni" við ljóð fimm skálda, þeirra Sverris Kristinssonar, Sverris Pálssonar, Böðvars Guðmundssonar, Tomas Tranströmer og Heimis Pálssonar. Auk þessa munu Margrét Bóasdóttir og Michael Jón Clarke syngja, við undirleik Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, eldri flokka söngljóða og staka söngva eftir Jón Hlöðver. Efnistökin spanna allt mannlífið í gleði og alvöru.

 

 

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply