Sem

Sveinsstykki

Sveinsstykki
Event on 2013-11-24 20:00:00

eftir Þorvald Þorsteinsson

Þorvaldur Þorsteinsson samdi á sínum tíma einleikinn Sveinsstykki í tilefni af fjörutíu ára leikafmæli Arnars Jónssonar, og var verkið frumsýnt í Loftkastalanum árið 2003. Arnar Jónsson hefur átt langan og farsælan feril við Þjóðleikhúsið og fagnaði nýlega sjötugsafmæli. Með sýningunni vill Þjóðleikhúsið jafnframt heiðra minningu Þorvalds Þorsteinssonar sem lést á árinu, langt fyrir aldur fram.

 

Í Sveinsstykki segir af reglumanninum, íslenskumanninum og lagermanninum Sveini Kristinssyni sem á bæði stórafmæli og starfsafmæli og fagnar þessum tímamótum með því að bjóða til veislu. Fyrst og fremst er hann þó að halda upp á það að hafa alla sína ævi aldrei gert annað en það sem rétt getur talist. En fyrst allt lítur svona vel út, hvernig stendur þá á því að líf þessa blíða, greinda og framsýna manns virðist vera ein rjúkandi rúst?

 

Hið lifandi leikhús í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

 

Leikstjórn

Þórhildur Þorleifsdóttir

 

Leikari

Arnar Jónsson

at National Theatre of Iceland – Þjóðleikhúsið
Hverfisgata 19
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply