The searchers beneath…

The searchers beneath…
Event on 2015-06-02 00:00:00
Verð: 1.800 kr.
Salur: Hamraborg
Dagsetning: 02.06.2015
Tími: 18:00
The searchers beneath the Nordic sky

Þetta er fjöllistasýning með þátttakendum frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, stór sýning sem sýnd verður bæði á Íslandi og erlendis. Að sýningunni vinna um 60 þátttakendur á öllum aldri, nemendur, kennarar og fagfólk sem vinnur með tungumál, leiklist, myndlist, hrynlist, tónlist, söng, dans og sirkus. Leiðin að sýningunni og það hvernig samvinna og mæting fer fram, er stór hluti verkefnisins. Hópurinn leggur grunninn að verkefninu, vinnur í sameiningu að handritinu og útfærslunni með styrk hinna mismunandi listgreina sem verkfæri.

Leiksýningin miðlar hinni norrænu goðafræði, hugmyndaheimi hennar og hugsunum um lífið og sterk tengsl mannsins við náttúruna. Í sýningunni koma fram sérkenni og tungumál ólíkra norrænna þjóða í skapandi samvinnu.

Getur maðurinn í dag fundið sinn veg í lífinu gegnum frásagnir og goðsagnir norrænnar goðafræði?

 

Sýningunni er beint til bæði ungs fólks og fullorðinna

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply