Sem

Þóra og Ashkenazy

Þóra og Ashkenazy
Event on 2015-10-01 19:30:00

Tveir mestu sinfóníusmiðir Norðurlanda fæddust báðir árið 1865 og því er þess minnst um allan heim að 150 ár eru liðin frá fæðingu þeirra Sibeliusar og Nielsens. Sinfóníuhljómsveitin fagnar áfram stórafmælisárinu með tónleikum þar sem Vladimir Ashkenazy heldur um tónsprotann. Luonnotar er óvenjulegt meistaraverk við erindi úr þjóðkvæðabálkinum Kalevala þar sem segir frá sköpun heimsins. Gyðjan Luonnotar stígur niður úr híbýlum guðanna og skapar jörðina og himnana.

Nielsen var eitt mesta sinfóníutónskáld 20. aldar en því miður heyrast verk hans sjaldnar en þau verðskulda hér á landi. Í sjöttu og síðustu sinfóníu sinni fetar Nielsen braut einfaldleikans af mikilli snilld og hugkvæmni sem fáum var gefin. Björt og ljúf hljómkviða Brahms er eitt hans vinsælasta verk, að mestu leyti glaðværi og lýrísk þótt stundum bregði einnig fyrir dekkri tónum.

Þóru Einarsdóttur þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum; hún kom síðast fram með Sinfóníuhljómsveitinni ��Kullervo eftir Sibelius fyrr á þessu ári og vakti verðskuldaða aðdáun fyrir túlkun sína á aðalhlutverkinu í óperunni Ragnheiði. Kaupa miða
Dagsetningar:

01. október 2015 19:30
Staðsetning
Eldborg

Verð frá: 2.400 kr. – 6.900 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply