Sem

Þríleikur

Þríleikur
Event on 2014-02-21 00:00:00
Verð: 3.900 kr.
Dagsetning: 21.02.2014
Tími: 18:30

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú ný verk undir yfirskriftinni Þríleikur þann 1. febrúar 2014 í Borgarleikhúsinu. Þann 21. febrúar 2014 munu norðlendingar fá það einstaka tækifæri að njóta verkanna í Hamraborgarsal  í Menningarhúsinu í Hofi.

F A R A N G U R er nýtt íslenskt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur en innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess.

Berserkir; Óðir sem úlfar, ljúfir sem lömb er eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Verkið er magnþrungin blanda break, nútímadans og ballett með akróbatísku tvisti.

Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttir. Ellen Margrét Bæhrenz dansar sólo við tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius Theme and variations for Solo Cello frá 1887.

at Hof Cultural and Conference Center – Menningarhus
Strandgötu 12
Akureyri, Iceland

Leave a Reply