Sem

Ungsveitin leikur Shostakovitsj

Ungsveitin leikur Shostakovitsj
Event on 2015-10-04 17:00:00

Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins safnast saman árlega undir merkjum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og náð undraverðum árangri. Nú stjórnar Eivind Aadland hljómsveitinni í fyrsta sinn, en hann hefur fyrir löngu skapað sér nafn hér á landi með störfum sínum með SÍ.

Margir hlustendur heyra í verkum Shostakovitsj trúverðuga lýsingu á hörmungum Stalíntímans – sama hvort er í manískum scherzóum eða hinum tregafullu hægu köflum sem iðulega eru tilfinningalegir miðpunktar verka hans. Hins vegar hlaut „andófsmaðurinn“ Sjostakovítsj ekki uppreisn æru fyrr en eftir lát sitt. Meðan hann lifði var honum hampað sem dyggum flokksmanni en tónlistin sjálf segir aðra sögu.

Tíunda sinfónía Shostakovitsj er magnþrungið verk, samið skömmu eftir lát Jósefs Stalín sem oft hafði horn í síðu tónskáldsins. Verkið er á köflum innhverft og hæglátt en annars staðar brýst fram kaldhæðni og jafnvel heift. Enda er haft eftir Shostakovitsj á einum stað að sinfónían sé um Stalíntímann og að brjálæðislegur annar þátturinn sé „mynd af Stalín í tónum“.

Ungsveitin er hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Kaupa miða
Dagsetningar:

04. október 2015 17:00
Staðsetning
Eldborg

Verð frá: 2.200 kr. – 4.100 kr.

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply