Sem

Vijay Iyer og Wadada Leo Smith

Vijay Iyer og Wadada Leo Smith
Event on 2017-06-09 20:00:00

Kosmískur taktur í hverju slagi

Vijay Iyer og Wadada Leo Smith eru djasstónlistarmenn á heimsmælikvarða. Þeir léku saman í rómuðum kvartett hins síðarnefnda og spila nú saman sem dúett til að kynna plötu sína fyrir ECM Records, “A Cosmic Rhythm With Each Stroke”, sem kom út vorið 2016. Líkt og Joseph „King“ Oliver og Ferdinand „Jelly Roll“ Morton, og Louis Armstrong og Earl „Fatha“ Hines gerðu á árum áður kanna Wadada og Vijay hinar gjöfulu tónlistarlendur sem ljúkast upp við samspil píanós og trompets.

Vijay Iyer hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna, var valinn listamaður ársins 2015 hjá tímaritinu DownBeat, var gerður MacArthur félagi árið 2013 og var handhafi Doris Duke Performing Artist verðlaunanna árið 2012. Break Stuff, nýjasta plata Iyers og hans tuttugasta undir eigin nafni, fékk fimm stjörnur hjá DownBeat og þýska dagblaðið Die Zeit sagði um hana að hún „kæmi manni í opna skjöldu um leið og hún hrífur mann með sér“. Iyer er tónlistarprófessor við Harvard-háskóla og stjórnandi alþjóðlegu Banff-tónlistarsmiðjunnar fyrir djass og skapandi tónlist.

Wadada Leo Smith er frumkvöðull í bandarískri djass- og nútímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans. Hann var á lista tímaritsins DownBeat yfir „80 flottustu atriðin í djasstónlist nú um stundir“ og samtök djassblaðamanna völdu hann tónskáld ársins 2015. Óður hans til mannréttindabaráttu, Ten Freedom Summers, var tilnefndur til Pulitzer-tónlistarverðlaunanna 2013. Í sameiningu skapa þessir tveir listamenn áhrifaríka og einstaka tónlist. Wadada Leo Smith hefur sótt Ísland heim nokkrum sinnum undanfarin 30 ár, fyrst árið 1982 og hélt síðast tónleika í Hörpu með íslenskum tónlistarmönnum árið 2012, en þetta verður í fyrsta sinn sem Vijay Iyer leikur hér á landi. Kaupa miða
Dagsetningar:

09. janúar 2017 20:00
Staðsetning
Norðurljós

Verð frá: 4900

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply