Sem

Yrkja – uppskerutónleikar

Yrkja – uppskerutónleikar
Event on 2016-04-13 18:00:00

Yrkja er nýtt samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa, sem miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum. 

Þremur tónskáldum var boðið að taka þátt í verkefninu með Sinfóníuhljómsveit Íslands starfsárið 2015/16. Þau stöfuðu með hljómsveitinni í níu mánuði og fengu þannig tækifæri til að þróa færni sína í að skrifa fyrir hljómsveit, öðlast innsýn inn í innra starf sveitarinnar og vinna náið með hljó��færaleikurunum. Tvö verkanna hljóma á tónleikunum, þriðja verkið bíður flutnings. 

Daníel Bjarnason staðarlistamaður hefur veg og vanda af verkefninu. Það felur m.a. í sér tvær tónskáldastofur þar sem verk tónskáldanna eru æfð og þeim gefnar ábendingar, en einnig þessa tónleika þar sem verkin hljóma í fullgerðri mynd.
Dagsetningar:

13. apríl 2016 18:00
Staðsetning
Eldborg

Aðgangur ókeypis

at Harpa, Reykjavik Concert Hall and Conference Centre
Austurbakki 2
Reykjavík, Iceland

Leave a Reply